Það er svo gaman að nota berin úr haustuppskerunni. Hér kemur ein gómsæt hráfæðissulta sem er dásamleg á brauðið, í múslíið (hrein jógúrt, sulta, múslí! namm) og á kökuna.
2 bollar bláber
1/2 bolli saxaðar döðlur frá Sólgæti
2 msk chia fræ frá The Raw Chocolate Co.
1/4 bolli kókosvatn frá Cocowell
1 msk sítrónusafi
Blandið saman kókosvatni og döðlum í blandara, látið vinna í 1 mín. á mesta styrk. Skrapið vel hliðarnar á blandaranum og bætið chia fræjum út í ásamt helming af bláberjum – púlsið létt á minnsta styrk. Setjið rest af bláberjum út í ásamt sítrónusafa, látið blandarann vinna aðeins þannig að sultan sláist létt saman en verði ekki vökvakennd.
Kælið í ísskáp í klukkustund til að chia fræin nái að taka sig.